tisa: Örtröð og þá núna ös...ha, hver?

mánudagur, febrúar 13, 2006

Örtröð og þá núna ös...ha, hver?

Árshátíðin búin og skemmti ég mér konunglega, þangað til ég fékk hausverk og háhæluðu stígvélin sem voru einu númeri of lítil fóru að segja til sín.
Frábært allt saman.

En...

Mér tókst, með snilligáfu minni, að rífa minn undurfagra kjól og fá sígarettugöt á hann. Fallegi, fallegi kjóllinn minn.
Ég er miður mín.

Svo er það næsta árshátíð. MR. En enginn kjóll til að fara í.


Fjörfiskurinn er fastagestur í auga mínu. Ég hélt samt að ég væri laus við hann því hann var ekki búinn að gera vart við sig í heila tvo daga.

En svo BANG hér er hann og gerir sig ekki líklegan til að fara.



Ég hef ákveðið að koma með dæmisögu um heimsku mína bara svona því ég hef ekkert að skrifa um.

Ég ætlaði að hringja í ónefnda vinkonu mína í dag. Ég sló inn númerið og það svaraði maður.
"Það er skrítið" hugsa ég. Kom svo í ljós að það var rangt númer. Ég hringi aftur en það var sama vitlausa númerið. Ég reyni einu sinni enn og maðurinn svarar aftur. Mér leið eins og fávita og ég skellti á og ákvað að hringja ekki í vinkonu mína.

Þetta var samt ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist því ég hringdi einu sinni í sama vitlausa númerið þrisvar sinnum í röð, en þá ætlaði ég að hringja heim.

Best að leggja sig bara.


Tinna - Leti er lífstíll

tisa at 23:21

1 comments